Heimsókn til æðarbænda
Gestum býðst að heimsækja æðarbónda, kynnast heimkynnum og varplandi æðarfuglsins og hvernig æðardúnn er hreinsaður. Æðardúnn er skoðaður á mismunandi vinnslustigum þar til hann er settur í sængur og kodda. Ferðir á tímabilinu 25. maí til 3. júlí. Nauðsynlegt er að panta með fyrirvara.
Farið er í létta gönguferð um heimkynni og varpland æðarfuglsins undir leiðsögn æðarbænda á Ytra-Nýpi. Skoðað er hvernig þessi villti fugl er verndaður og búið í haginn fyrir hann þannig að honum líði sem best. Einnig má sjá fleiri fugla í varplandinu. Mikilvægt er að fara varlega og fylgja fyrirmælum í einu og öllu.
Farið er í dúnhreinsistöð á Ytra-Nýpi þar sem gefst færi á að skoða og snerta æðardún á mismunandi vinnslustigum og skoða sýnishorn af fullunnri vöru. Boðið er upp á hressingu í gestastofu þar sem eru munir sem tengjast búrekstri bænda síðustu ára.
Heildartími: áætlaður 3 klst.
Vinsamlegast hafið samband vegna ferða og bókana.