Viking Women
Viking Women er fyrsta íslenska ferðaskrifstofan sem að sérhæfir sig í því að bjóða erlendum kvenkyns ferðamönnum upp á allskonar spennandi ferðir hér á landi.
Við erum lítið fjölskyldu fyrirtæki sem var stofnað af reyndri leiðsögukonu og viljum við styðja og efla konur í starfi í ferðamálageiranum og gefa leiðsögukonum líka tækifæri á að hanna og sjá um sínar eigin ferðir undir verndarvæng Viking Women. Þannig að þegar kúnnar kaupa þjónustuna okkar eru þeir að stuðla og styrkja að eflingu kvenna í atvinnu.