Vík HI Hostel / Farfuglaheimili
Gistiheimilið er frábærlega staðsett efst í bænum Vík með glæsilegu útsýni yfir bæinn og hina frægu Reynisdranga sem standa upp úr sjónum á ströndinni neðan við bæinn.
Á gistiheimilinu er hlýlegt andrúmsloft og fyrsta flokks þjónusta. Þar er alltaf nóg um að vera, en á bænum búa 72 hænur, þrír hundar, einn köttur og nokkrar endur. Staðurinn býður upp á frábæran morgunmat með heimabökuðu brauði, eggjum frá bænum og heimagerðri sultu.
Á svæðinu:
- Reynisfjara er í næsta nágrenni við Vík. Við Reynisfjöru er Hálsanefshellir ásamt mjög fögrum stuðlabergsmyndum. Gæta skal varúðar við Reynisfjöru þar sem öldurnar geta verið varasamar og auðveldlega gengið langt inn á land og hrifsað með sér fólk út á sjó.
- Dyrhólaey er í stuttri akstursfjarlægð og er tilvalinn staður fyrir fuglaskoðara, með stóra lundabyggð.
Við hjá Farfuglum leggjum okkur statt og stöðugt fram við að standa undir orðspori okkar sem leiðtogar á sviði sjálfbærrar ferðaþjónustu. Við tökum virkan þátt í að efla sjálfbærni í okkar samfélögum og sýnum það í verki í allri okkar starfsemi og stefnu.