Tjaldsvæðið Vík í Mýrdal
Tjaldsvæðið í Vík í Mýrdal er staðsett aðeins 1 km frá miðbænum og því öll þjónusta við hendina. Tjaldsvæðið tekur allt að 250 manns í tjöld, skála, bíla og hjólhýsi. Á tjaldstæðinu bjóðum við upp á flesta þá þjónustu sem ferðalangar þurfa, s.s. rafmagn, salerni, heitt og kalt rennandi vatn, sturtur og þráðlaust net. Einnig er gisting í smáhýsum í boði.