Gistihúsið við fjörðinn
Gistihúsið Við Fjörðinn á Þingeyri er vel staðsett, fyrir alla þá sem hugsa sér að skoða Vestfirði. Góð aðstaða fyrir hópa og einstaklinga í herbergjum eða íbúðum. Fullkomin eldunaraðstaða og sturtur.
Í gistihúsinu er góð aðstaða fyrir hreyfihamlaða. Þar er íbúð sem sérstakt tillit er tekið til fólks í hjólastólum.
Gistihúsið er reyklaust.
Hundar eru ekki leyfðir nema með sérstöku samkomulagi.
Íbúðin er sérútbúin fyrir hreyfihamlaða og gott aðgengi er fyrir hjólastóla í íbúð 1.