Verksmiðjan á Hjalteyri
Verksmiðjan á Hjalteyri er gömul síldarverksmiðja sem öðlast hefur nýtt líf sem sýningar- og verkefnarými fyrir myndlist, einkum þó með áherslu á vídeóinnsetningar, kvikmyndir og hljóðverk. Í verksmiðjunni fara einnig fram námskeið/vinnustofur fyrir listaskóla.