Fara í efni

Veiðisafnið

Veiðisafnið - stofnað 2003

Ljón og zebrahestar, gíraffi, hreindýr, apar, selir, bjarndýr og sauðnaut eru hér ásamt fjölda annara dýra. Jafnframt eru hér til sýnis munir frá Náttúrufræðistofnun Íslands sem Veiðisafnið hefur til sýningar samkvæmt sérstökum samningi.

Hér er einnig að finna skotfæraverkstæði þar sem sýnd eru tæki og tól til endurhleðslu skotfæra. Skotvopn og veiðitengdir munir frá landsþekktum veiðimönnum eru hér til sýnis og sérstaka athygli vekja Drífu haglabyssurnar frá Jóni Björnsyni heitnum frá Dalvík en á heimasíðu safnsins má finna upplýsingar um Drífuvinafélagið sem stofnað var 12.mars 2005. 

Okkur er það sönn ánægja að taka á móti þér og þínum, stórum sem litlum hópum, veiðiklúbbum, félögum, fjölskyldum og einstaklingum sem eiga leið hjá á auglýstum sýningartíma, eða vilja panta einkaheimsóknir, þar sem safnaleiðsögn er ítarlegri og tímasetning ákveðin fyrirfram.

Uppsettning grunnsýningar safnsins er margrómuð en auk hennar eru settar upp sérsýningar og má þar nefna árlega byssusýningu. Hlutverk safnsins er m.a. að kynna komandi kynslóðum veiði og veiðirétt með áherslu á náttúruvernd og skynsemisveiðar.

Opnunartími:
- 1. apríl - 30. september: alla daga kl. 11:00-18:00
- Október, nóvember, febrúar, mars: opið um helgar kl. 11:00-18:00
- Desember, janúar: Lokað


Hvað er í boði