Tjaldsvæðið Tungudal
Tjaldsvæðið er í um 900 m fjarlægð frá Skutulsfjarðarbraut. Bunárfoss liggur í gegnum svæðið og skiptir því í tvo hluta, annar hlutinn er ætlaður húsbílum, hjólhýsum og tjaldvögnum og hinn hlutinn er ætlaður tjöldum. Á svæðinu er gott aðgengi að rafmagni, sléttar flatir og svæðið er mjög skjólsælt.
Á svæðinu eru tvö þjónustuhús. Í efra húsinu er móttaka, snyrtingar og sturta.
Neðra húsið var byggt árið 2011, þar er að finna kvenna- og karlasnyrtingar, sturtur, snyrtingu með sturtu ætlaða hreyfihömluðum og þvottaaðstöðu með þvottavél og þurrkara. Þar er einnig eldhús með helluborði, örbylgjuofni, brauðrist, hraðsuðukatli og borðaðstöðu.
Á svæðinu er leiksvæði fyrir börn.
Verð 2024:
Fullorðnir:: 2.450 kr
Eldri borgarar (65 ára og eldri): 1.500 kr.
Börn, yngri en 15 ára: ókeypis.
Rafmagn: 1.300 kr sólarhringurinn
Skattur: 333 kr.
Sturtur eru innifaldar í verðinu.
Þvottavél: 1100 kr. (klink)
Þurrkari: 100 kr hverjar 6 mínútur.
Þvottaduft: 100 kr