Fara í efni

TripZig

TripZig er fjölskyldufyrirtæki stofnað af hjónunum Sigurði og Svanhvíti í mars 2020. Okkar aðalmarkmið er að nota okkar persónulegu reynslu og menntun í ferðaþjónustu til þess að þjónusta okkar viðskiptavini sem allra best. 

Eigendur hafa unnið í ferðaþjónustunni á annan áratug og hafa leitað sér menntunar á því sviði. Sigurður útskrifast sem leiðsögumaður árið 2017 frá Leiðsöguskólanum í Kópavogi og Svanhvít útskrifast sem ferðaráðgjafi frá Ferðamálaskólanum í Kópavogi árið 2020. Að auki hafa báðir eigendur meiraprófið. 

Í frítíma sínum eru þau bæði sjálfboðaliðar hjá Slysavarnafélaginu Landsbjörgu, Sigurður í björgunarsveit og hefur verið síðan 1991 og Svanhvít í Slysavarnadeild síðan 2009.

Hvað er í boði