Travel Tunes Iceland
Langar þig að eiga notalega og persónulega stund með tónlistarfólki frá Akranesi og upplifa gömlu, góðu íslensku þjóðlögin í fallegum flutningi?
Tónlistarfólkið Valgerður og Þórður búa ásamt dóttur sinni Sylvíu á Akranesi. Þau sérhæfa sig í flutningi og kynningu á íslenskum þjóðlögum undir nafninu Travel Tunes Iceland. Fyrir minni hópa er möguleiki á að heimsækja fjölskylduna á heimili þeirra og upplifa sannkallaða stofutónleika. Stærri hópar eiga möguleika á tónleikum í fallegu, gömlu húsi á Byggðasafninu í Görðum, Akranesvita eða í glæsilegu afþreyingarsetri okkar, Smiðjuloftinu. Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar um verð, staðsetningu og bókanir.
Vinsamlegast hafið samband til að fá nánari upplýsingar um verð, staðsetningu og bókanir.