Fara í efni

Hamborgarabúlla Tómasar

Það hafa fáir jafn mikið vit og áhuga á hamborgurum eins og Tómas Tómasson, betur þekktur sem Tommi í Tommaborgurum. Hann hefur fylgt sínu heilræði alla tíð “einn hamborgari á dag kemur skapinu í lag” og mælir með að allir geri slíkt hið sama.

Í sparifötum eða vinnugallanum? Það skiptir ekki máli, allir eru velkomnir á Búlluna. Staðir Hamborgarabúllunnar eru innréttaðir á afslappaðan hátt, starfsmenn staðanna leggja áherslu á vinalega þjónustu og vilja þeir að öllum líði vel inni á Búllunni.

Við sérhæfum okkur í hamborgurum sem eru einfaldir en á sama tíma ómótstæðilega bragðgóðir úr besta fáanlega hráefni. Sérvalið hágæða nautakjöt, grillað yfir eldi, nýbakað brauð ásamt fersku grænmeti og hárréttri blöndu af sósum verður að Búlluborgaranum víðfræga.

 

 

Hvað er í boði