Fara í efni

Tjaldsvæðið Norðfirði

Tjaldsvæðið er á fallegum útsýnisstað við snjóflóðavarnargarðana í Drangagili, ofan við Víðimýri. Á svæðinu eru sturtur, snyrting, rafmagn, leiksvæði og strandblakvöllur. Ganga má upp á varnargarðana og njóta stórkostlegs útsýnis yfir bæinn, fjörðinn og fjöllin. Upplýsingamiðstöð fyrir ferðamenn er í anddyri Sundlaugar Norðfjarðar og er hún opin allt árið.

Eftirfarandi þjónusta er í boði á tjaldsvæðinu:

Salerni, kalt og heitt vatn, upplýsingamiðstöð (600 m), ruslagámar, klóaklosun fyrir húsbíla, rafmagn, bekkir og borð, fjallasýn, leikvöllur, íþróttavöllur, sturta, sundlaug (600 m), heitir pottar (600 m), veitingahús (600 m), kaffihús (600 m), vínveitingar (600 m), dagvöruverslun (1 km), bensínstöð (1 km), gönguleiðir, veiði, hestaleiga (6 km), golf (6 km), heilsugæsla (300 m).

Opinn eldur bannaður, hundar í bandi leyfðir.

Verð:

  • Fullorðnir: 2000 kr/mann nóttin + gistináttaskattur
  • Eldri borgarar og öryrkjar: 1750 kr/mann + gistináttaskattur
  • Börn: 0 kr - yngri en 16 ára
  • Rafmagn: 1000 kr/sólarhring

Opnunartími: 1.júní - 31. ágúst

Hvað er í boði