Tjaldsvæðið á Sauðárkróki
Tjaldstæðið á Sauðárkróki er staðsett miðsvæðis í bænum, við hliðina á Sundlauginni. Í þjónustuhúsinu við tjaldsvæðið er heitt og kalt vatn, sturtur, salerni, þvottavél og aðgengi fyrir fatlaða. Hægt er að kaupa rafmagn og losa ferðasalerni.
Stutt er í helstu þjónustu s.s. sundlaug, verslanir, sýningar, veitingastaði, golfvöll o.þ.h. Við hlið tjaldsvæðisins er ærslabelgur sem tjaldgestum er frjálst að nota.
ATH. Tjaldsvæði á Sauðárkróki, Hofsós, Hólum og Varmahlíð eru í samstarfi þannig að hægt er að gista fyrstu nóttina á einhverju af þessum þrem tjaldsvæðum og fá þá lægra verð næstu nótt á eftir á einhverju af hinum tjaldsvæðunum. Nauðsynlegt er að framvísu greiðslukvittun af fyrra tjaldsvæði.