Skíðasvæðið Tindaöxl
Á Ólafsfirði eru kjöraðstæður til vetraríþrótta. Hægt er að fara í vélsleðaferðir um fjöll og dali í nágrenninnu og aðstaða til skíðaiðkunar er óvíða betri. Ólafsfirði er ein lyfta, 650 m löng. Brekkur við allra hæfi. Göngubrautir eru lagðar víða um bæinn og Skíðafélag Ólafsfjarðar stendur fyrir gönguferðum í nágrenni bæjarins. Á skíðasvæðinu í Tindaöxl eru skíðalyftur og góðar svigbrautir. Brettamenn fá stór ótroðin svæði. Í skíðaskála Skíðafélagsins er hægt að kaupa veitingar, og í skálanum er svefnloft þar sem u.þ.b. 25.manns geta gist í svefnpokaplássum.