Þuríðarbúð
Þuríðarbúð var reist af Stokkseyringafélaginu í Reykjavík árið 1949 til minningar um Þuríði Einarsdóttur formann og horfna starfshætti. Þuríður var fædd árið 1777, dáin 1863. Hún fór í sinn fyrsta róður ellefu ára gömul á bát föður síns en 17 ára varð hún háseti upp á fullan hlut hjá bróður sínum. Þuríðarbúð var endurhlaðin árið 2001.
Þuríðarbúð er opin á öllum tímum og er ókeypis aðgangur.