Sundlaugin Þorlákshöfn
Í Þorlákshöfn er 25 metra útisundlaug og vaðlaug innandyra. Við útisundlaug eru tveir heitir pottar og vatnsrennibraut. Hjá vaðlaug er fjöldi leiktækja fyrir yngstu sundlaugargestina, m.a. rennibrautir, vatnsormur, sveppur og fleira. Sundlaugin er notuð undir kennslu fyrir Grunnskólann í Þorlákshöfn, einnig er kennd sundleikfimi og haldin sundnámskeið. Sundnámskeið eru í maí og júní.
Sjá opnunartíma á vefsíðu.