Þjóðlegt með kaffinu
Í Ögri við Ísafjarðardjúp er starfrækt kaffihús í gamla samkomuhúsinu þar sem boðið er upp á þjóðlegt heimabakað bakkelsi og súpu dagsins. Það er opið alla daga vikunnar frá kl. 10 til 18 seinnipart júní og fram undir miðjan ágúst. Í Ögri er einnig boðið upp á kajak- og gönguferðir við hæfi flestra, bæði léttar og krefjandi.