Fara í efni

Þingeyrakirkja

Ein merkasta kirkja landsins stendur á Þing­eyrum í Austur-Húnavatnssýslu. Kirkjan var vígð árið 1877. Margir góðir gripir prýða kirkjuna og þeirra elstir eru altaristaflan sem er frá því á 15. öld, predikunarstóll og skírnarfontur frá því um aldamótin 1700. Þingeyri var höfðingja­setur um aldir og er nefnt í fornsögum sem dómstaður Húnaþings. Þar má finna leifar af hlöðnum dómhring sem nú er friðlýstur. Munkaklaustur var stofnað á Þingeyrum árið 1133 og stóð það fram til 1550.

Opið 10–17 alla daga

Opið eftir samkomulagi á veturna.

Hvað er í boði