Fara í efni

Skjálftinn 2008

Skjálftinn 2008, sýning í Upplýsingamiðstöð Hveragerðis Breiðumörk 21 Hveragerði.

Kl. 15:45 þann 29. maí 2008 varð öflugur jarðskjálfti suðaustur af Hveragerði. Stærð hans var 6,3 á Richterskvarða. Einhver slys urðu á fólki en engin alvarleg. Almannavarnir lýstu þegar yfir hæsta viðbúnaðarstigi í Hveragerði, á Selfossi og í nágrenni vegna hugsanlegra eftirskjálfta. Töluverðar skemmdir urðu á þeim svæðum sem næst lágu upptökunum einkum innandyra þegar húsgögn og aðrir lausamunir köstuðust til. Ummerki skjálftanna sjást víða á yfirborði jarðar. Skriður féllu úr fjallshlíðum og hveravirkni jókst. Sýnilegar sprungur mynduðust, flestar sprungurnar á Reykjafjalli.
Á sýningunni er gerð grein fyrir orsökum og afleiðingum jarðskjáftans í maí 2008 í Hveragerði. Á sýningunni má sjá reynslusögur íbúa, upplýsingar um áhrif skjálftans á hús, nánasta umhverfi og innbú bæjarbúa. Á sjónvarpsskjáum má sjá upptökur úr eftirlitsmyndavélum, ljósmyndir frá bæjarbúum. Hægt er að upplifa jarðskjálfta í jarðskjálftahermir sem er yfir 6 á richter. 

Aðgangur að sýningunni er ókeypis en greiða verður fyrir upplifun í jarðskjálftaherminn.

Hvað er í boði

Hleðslustöðvar

Staðsetning Þjónustuaðili Tenglar
Orkusalan 1 x 22 kW (Type 2)