Kartöflugeymslan
Kartöflugeymslan, The Potato Storage, er lítið fjölskyldurekið gistiheimili í Svínafelli í Öræfum. Stutt er í Skaftafell, Ingólfshöfða, Fjallsárlón og Jökulsárlón. Í húsinu eru 5 íbúðir til útleigu, 4 stúdíóíbúðir og ein fjölskylduíbúð með einu svefnherbergi. Hver íbúð er með sérinngang, eldhúskrók og baðherbergi með sturtu. Hægt er að fá aukabedda eða barnarúm ef ferðast er með barn.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.