Fara í efni

Grillmarkaðurinn

Á Grillmarkaðnum höfum við lagt mikla vinnu í samstarf okkar við bændur landsins. Úr verður óvænt matargerð þar sem íslensk hefð og nútíminn mætast.

Upplifun á sér stað í íslensku umhverfi þar sem náttúran fær að njóta sín. Hluti af farsælu starfi Grillmarkaðrins á rætur sínar í góðri samvinnu við íslenska framleiðendur sem leggja Grillmarkaðnum til gæðahráefni.

Grillmarkaðurinn er í samstarfi við bændur sem leggja stund á fjölbreytta framleiðslu og búskap og útvega samstarfsbændur staðarins meðal annars lambakjöt, hunang, mjólkurvörur, lynghænur, osta, skyr, nautakjöt og bleikju, svo eitthvað sé nefnt.

Útlit staðarins samanstendur af íslenskri náttúru. Samspil hrauns, mosa, fiskiroðs og stuðlabergs er áberandi í kósý umhverfi þar sem öllum líður vel. Léttleikandi og afslappað andrúmsloft er lýsandi fyrir staðinn og stillum við verðinu í hóf og bjóðum alla velkomna.



Hvað er í boði