Grillhúsið
GRILLHÚSIÐ Í BORGARNESI ER VINALEGT STEIKHÚS SEM OPNAÐI 2015.
Grillhúsið er vinalegur fjölskyldustaður sem býður upp á fjölbreyttan matseðil þar sem allir ættu að geta fengið eitthvað við sitt hæfi, og auðvitað er líka sérstakur barnamatseðill.
Á grillhúsinu tökum við brosandi á móti þér. Okkar fremsta markmið er að bjóða upp á einstaklega góðan mat og frábæra þjónustu á hagstæðu verði. Okkar von er sú að þegar gestir hafa notið þess að borða hjá okkur hlakki þeir til að koma aftur.
Matseðillinn okkar er fjölbreyttur og allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi, hvort sem maginn er sólginn í létta og ferska rétti, gómsæta hamborgara eða safaríka steik.
Við vitum að grunnurinn að góðum mat er gott hráefni. Því vöndum við sérstaklega valið og veljum aðeins það ferskasta sem fæst hverju sinni. Allt er síðan lagað á staðnum svo úr verði frábær máltíð.
Í hádeginu er boðið upp á sérstakan hádegismatseðil þar sem er að finna gómsæta rétti á hagstæðu verði. Við erum eldsnögg að afgreiða réttina og súpa fylgir frítt með.
Hlökkum til að sjá þig!