Ferjan Baldur
Daglega siglir ferjan Baldur yfir Breiðafjörð frá Stykkishólmi til Brjánslækjar , með stoppi í Flatey .
Um borð í ferjunni er góður veitingastaður og frábær aðstaða fyrir farþega. Á leiðinni yfir fjörðinn er hægt að slaka á og njóta útsýnisins og á sama tíma ert þú að spara tíma þar sem að það tekur skemmri tíma að sigla en að keyra.
Fjölmargir ferðamenn velja að stoppa í Flatey á milli ferða. Fyrir þá sem ferðast með bíl er hægt að senda bílinn yfir fjörðinn á meðan stoppað er í eyjunni og er ekkert rukkað aukalega fyrir þessa þjónustu. Athugið að mikilvægt er að bóka fyrir bíla fyrirfram.
Takmörkuð stopp eru í Flatey yfir vetrartímann.
Athugið að bóka verður fyrirfram fyrir bíla. Sæferðir bjóða einnig upp á Ævintýrasiglingu, veisluferðir fyrir hópa og fjölbreyttar sérferðir.