Könnunarsögusafnið
Könnunarsögusafnið (The Exploration Museum) er safn um sögu land og geimkönnunar. Aðal sýningarrými safnsins er helgað geimferðum, æfingum amerískra tunglfara á Íslandi árin 1965 og 1967, sem og tilraunageimskotum frakka sem áttu sér stað hér á landi frá 1964 til 1965. Þá er ýtarlega fjallað um landkönnun víkinga og norrænna manna. Einnig er hægt að kynna sér kapphlaupið á pólana og margt annað sem tengist ferðum manna á ókunnar slóðir.