Fara í efni

Tækniminjasafn Austurlands

Komdu og kynntu þér sögu Búðareyrarinnar á sýningunni okkar „Búðareyri – saga umbreytinga“ í gömlu Vélsmiðjunni. Á sýningunni nýtum við nýstárlegar margmiðlunarlausnir í bland við hefðbundna tækni til að segja sögu Búðareyrarinnar sem varð fyrir aurskriðu í desember 2020. Sýningin hentar gestum á öllum aldri. 

Í Hafnargarðinum er að finna útisýninguna „Konur starfa“. Þar kynnist þú merkilegri sögu kvenna á Seyðisfirði. Á sýningunni skoðum við fjölbreytt störf kvenna og mikilvægi efnahagslegs framlags þeirra til samfélagsins á á Íslandi frá 1880 til 1920 en það voru miklir umbreytingatímar. 

Opnunartímar í Vélsmiðjunni

15. maí – 30. júní: Mánudagar – laugardagar kl. 13 – 17 

1. júlí – 31 ágúst: Alla daga kl. 10 – 17 

1. 15 september: Mánudagar – laugardagar kl. 13 – 17

Vetur: Eftir samkomulagi : tekmus@tekmus.is 

Hvað er í boði