Tehúsið Hostel
Tehúsið Hostel er staðsett í miðsvæðis á Egilsstöðum.
Gestir hafa aðgang að fullbúnu eldhúsi og hægt er að slaka á í gestastofum. Ókeypis WiFi er til staðar.
Á hostelinu er lögð áhersla á umhverfismál og sanngjörn viðskipti (Fair trade). Allt sorp er flokkað.
Okkar gildi eru gleði, sjálfbærni og heiðarleiki.
Gott kaffihús og bar er á Hostelinu sem bíður upp á Te, Kaffi og heimabakað meðlæti.
Barinn er með eitt mesta úrval af bjór á Austurlandi.
Farfuglaheimilið býður upp á einföld, snyrtileg, herbergi með góðum rúmum. Bæði í svefnskálum og privat.
Baðherbergisaðstaða er sameiginleg. Rúmfatnaður og handklæði eru til staðar.
Gististaðurinn er staðsettur miðsvæðis við hlið tjaldsvæðis Egilsstaða og upplýsingaveitu. Hægt er að panta morgunverð sem m.a. felur í sér staðbundið góðgæti.