Tanni ferðaþjónusta ehf.
Tanni Travel er ferðaþjónustufyrirtæki sem býður upp á fjölbreytta afþreyingu á Austurlandi.
Við erum fjölskyldufyrirtæki og má rekja sögu fyrirtækisins aftur til 1970 er Sveinn Sigurbjarnarson hóf rekstur fólksflutningabíls. Í dag erum við með 17 rútur í ýmsum stærðum og bjóðum upp á ferðir allt árið fyrir innlenda og erlenda hópa. Hvort sem það eru lengri eða styttri ferðir að þá sjáum við til þess að þú sjáir það best sem Austurland hefur upp á að bjóða. Gildi okkar endurspeglast í einkunarorðum okkar, reynsla, metnaður, skemmtun.