Fara í efni

Sundlaug Tálknafjarðar

Íþróttamiðstöð Tálknafjarðar býður upp á ýmsa afþreyingu. Þar er 25 metra útilaug, tveir heitir pottar, sauna, kaldur pottur, vaðlaug og rennibraut. Í húsinu er einnig að finna tækjasal og stóran sal sem hægt er að leigja.

Við íþróttamiðstöðina er tjaldsvæði Tálknafjarðar en það er opið frá 1. júní – 1. september. Á tjaldsvæðinu er eldhúsaðstaða allan sólarhringinn, útigrill, salerni og sturtur. Einnig er hægt að setja í þvottavél og þurrkara gegn gjaldi.

Allir hjartanlega velkomnir, alltaf heitt á könnunni.

Hægt er að hafa samband á ýmsan hátt:
Sími: 456-2639 
Netfang: sundlaug@talknafjordur.is 
Facebook síðan okkar er hér:

Vetraropnun: 09.00-19.00 virka daga og 11.00-14.00 á laugardögum, lokað sunnudaga

Sumaropnun: 09.00-21.00 virka daga og 10.00-19.00 um helgar.

 

ATH: Sölu lýkur 30 mínútum fyrir lokun. Gestir eru góðfúslega beðnir að fara uppúr lauginni 15 mínútum fyrir lokun.

Hvað er í boði