Fara í efni

Svavarssafn - Listasafn Svavars Guðnasonar

Svavarssafn er lifandi og framsækið listasafn á Höfn í Hornafirði. Í safninu fer fram fjölbreytt sýningarhald á íslenskri myndlist en sérstök áhersla er lögð á tengsl við heimahagana. Sveitarfélagið Hornafjörður er víðfemt svæði sem einkennist af stórbrotnu landslagi, náttúru og birtu sem á vart sinn líka. Svavarssafn er vettvangur til þess að upplifa umhverfið í listrænu samhengi en löngum hafa íslenskir listamenn sóst eftir því að fanga sjónarspil birtunnar undir jökli.

Starfsemi safnsins endurspeglar stöðu þess sem einmenningssafn stofnað til heiðurs Svavari Guðnasyni listmálara (1909-1988). Stofn safnsins var rausnarleg gjöf frá Ástu Eiríksdóttur, ekkju listmannsins, og í dag á safnið rúmlega 500 verk eftir Svavar og fleiri hornfirska listamenn. Að jafnaði eru settar upp þrjár sýningar sem varpa ljósi á verk samtímalistamanna sem og verk úr safneign. Safnið er opið allt árið um kring og er gengið inn um Ráðhúsið.

Við bjóðum alla gesti velkomna í safnið og aðgangseyrir er enginn.

Vetraropnun
1.nóv - 28.feb.
Virka daga 09:00-15:00
Lokað um helgar

Sumaropnun
1.mars - 31.okt
Virka daga 09:00-17:00
15.maí-15.sept
Laugardaga 13:00-17:00

Hvað er í boði