Fara í efni

Suðurbæjarlaug

Í Suðurbæjarlaug er 12,5 x 25 metra útisundlaug.   Innandyra er sérhönnuð kennslulaug sem einnig er góð barnalaug. Úti eru þrír heitir pottar, vatnsgufa, bunusveppur, tvær vatnsrennibrautir og tvö köld kör með mismunandi hitastigi.  Vinsæll göngustígur liggur um sundlaugargarðinn.   

Sérstakir búningsklefar með gufubaði eru til staðar fyrir bæði kynin við hlið hefðbundinna búningsklefa.  Á útisvæði eru einnig búningsklefar undir berum himni.

Í kjallara Suðurbæjarlaugar er Gym Heilsa heilsuræktarstöð með aðstöðu. Í sundlauginni er hefðbundið skólasund, sundæfingar SH, ungbarnasundstímar, vatnsleikfimi og tímar í jóga. Í húsnæði laugarinnar starfar jafnframt nuddari.

Opnunartími:
Mánud-fimmtud. 6:30-22:00
Föstud. 6.30 – 20.00
Laugardaga 08:00-18:00
Sunnudaga 08:00-17:00

Hvað er í boði