Tjaldsvæði Súðavíkur
Tjaldsvæðið er staðsett ofan til við Samkomuhúsið og er keyrt inn á svæðið frá innri enda Túngötu. Útsýnið af tjaldsvæðinu er víðáttumikið og stórbrotið með sýn á fjallið Kofra í vestur inn Álftafjörðinn og Kambsnesið í austri, ásamt því að hafa í augsýn eyjuna Vigur sem er einn vinsælasti ferðamannastaður Súðavíkurhrepps.
Tjaldsvæðið í Súðavík er nýtt og glæsilegt en það var tekið í notkun árið 2005. Slétt og gróið tjaldsvæði sem er slegið vikulega. Þjónustuhúsið er opið 24 klst á sólarhring og er með góðri inniaðstöðu, m.a. tvö salerni með vaski og heitt og kalt vatn. Salerni með sturtuaðstöðu fyrir fatlaða. Skolvaskur með heitu og köldu vatni, þurrkukassar. Næg sorpílát, útiborð og bekkir. Stutt er í alla þjónustu frá tjaldsvæðinu.
Tenglakassar með venjulegum tenglum og 3ja pinna tenglum. Aðstaða til losunar affallsvatns og seyru af ferðavögnum.
Stór fjölskyldugarður með fjölda góðra leiktækja í um 5 mínútna göngufjarlægð. Daglegt eftirlit umsjónarmanns og góð umhirða. Um 17 km. frá Súðavík til Ísafjarðar.