Strandarkirkja
Margir leggja leið sína í Strandarkirkju, bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn. Kirkjan er opin alla daga á sumrin og á vorin og haustin er hún opin um helgar. Einnig er hún höfð opin um helgar á veturna ef óskað er. Þá tekur staðarhaldari á móti fólki og leiðbeinir því um sögu og nútíð kirkjunnar.
Messað er í kirkjunni um jól og páska og reglulega yfir sumarið og fram á haust. Kirkjukór Þorlákskirkju annast söng og organisti er Ester Ólafsdóttir. Kirkjuvörður er Guðmundur Örn Hansson, sími 892-7954. Sóknarprestur er Sigríður Munda Jónsdóttir, sími 894-1507 og netfang sigridur.munda.jonsdottir@kirkjan.is .