Strætó
Strætó sinnir almenningssamgöngum á
höfuðborgarsvæðinu en jafnframt sér fyrirtækið um strætisvagnaakstur um
Vesturland, Suðurland, Suðurnes, Norðurland og Austfirði. Leitarvél, tímatöflur
og leiðakort eru aðgengileg á heimasíðu fyrirtækisins, www.strætó.is
Upplýsingar um leiðakerfið eru einnig veittar í síma 540-2700.
Fargjöld:
Hægt er að velja um
nokkrar leiðir til að greiða fargjaldið með strætó.
Á höfuðborgarsvæðinu er
greiðslukerfi í notkun sem ber nafnið Klapp og það er hægt að greiða með
eftirfarandi leiðum:
- Klapp kort: Klapp
kort eru snjallkort sem eru lögð upp við skanna um borð í Strætó á til
þess að greiða fargjaldið. Viðskiptavinir fylla á Klapp kortið sitt í
gegnum vefaðganginn sinn á „Mínum síðum.“ - Klappið: Klappið er app
sem
viðskiptavinir geta sótt á App Store eða Google Play. (Leitið af
„Klappid“) Appið er notað til að kaupa staka miða eða tímabilskort fyrir
Strætó á höfuðborgarsvæðinu. - Klapp tía: Klapp tía er spjald
með 10 miðum fyrir annaðhvort fullorðna, ungmenni eða aldraða. Klapp tíur
eru seldar í vefverslun Strætó og á sölustöðum Strætó á
höfuðborgarsvæðinu. https://straeto.is/verslun/klapp/solustadir - Reiðufé: Það er hægt
að greiða með reiðufé um borð í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. Við vekjum
hins vegar athygli á að vagnstjórar geta ekki gefið til baka. Þeir sem
greiða með pening geta beðið um skiptimiða sem gildir í 75 mínútur. https://straeto.is/verslun/klapp/gjaldskra
Strætó á
landsbyggðinni
Hjá Strætó á
landsbyggðinni þá er hægt að greiða með eftirfarandi leiðum:
- Debit eða kreditkort: Það er posi í
landsbyggðarvögnum og það er hægt að greiða með debit- og kreditkortum. - Reiðufé:
Landsbyggðarvagnar taka við reiðufé og þeir geta einnig gefið til baka. - Strætóappið: Það er hægt
að kaupa miða á landsbyggðinni í gamla Strætóappinu. - Tímabilskort: Á vefverslun
Strætó er seld mánaðarkort fyrir Suðurland, Suðurnes, Vesturland,
Norðurland eða Austfirði. https://straeto.is/verslun/landsbyggdin