Storm Hótel - Keahotels
Storm Hótel er huggulegt hótel sem er staðsett við jaðar miðbæjarins. Hlemmur Mathöll er í göngufæri, en þaðan er upplagt að leggja leið sína niður Laugaveginn þar sem finna má úrval veitingastaða, verslana og kaffihúsa. Innviði hótelsins eru í nútímalegum stíl með notalegheit og gæði í fyrirrúmi.
Á Storm Hótel eru 93 rúmgóð herbergi sem eru smekklega innréttuð í Skandinavískum stíl með áherslu á milda liti og ljósmyndir af stórbrotinni náttúru Íslands. Líkt og hótelið sjálft sameinar útlit herbergjanna norrænar áherslur um hagkvæmni, gæði og stíl. Herbergin eru búin helstu nútíma þægindum eins og sjónvarpi með innlendum og erlendum rásum, útvarpi og síma, kaffi- og tesetti, sérbaðherbergi með sturtu, hárblásara, baðvörum og skrifborði. Fyrir þá sem kjósa rýmra herbergi er boðið upp á Superior herbergi með svölum, auk þess sem sjö af tveggja manna herbergjunum eru með svalir. Þá er hægt að óska eftir samliggjandi tveggja manna herbergjum sem er hægt að opna á milli.
Á jarðhæð Storm Hótel er bar og setustofa þar sem gestir geta haft það huggulegt í notalegu umhverfi. Gestir hótelsins geta lagt bílum sínum í gjaldfrjáls bílastæði, merkt Storm, aftan við hótelið.
Storm Hótel er eitt af fimm Keahótelum sem staðsett er í Reykjavík.