Ferðaþjónustan Stóru-Mörk 3
Við bjóðum uppá gistingu í rúmgóðum herbergjum á neðri hæð íbúðarhússins með sér inngangi. Í boði er gisting fyrir allt að 30 manns í uppábúnum rúmum eða í svefnpokaplássi í 2-4 manna herbergjum með eða án baðs. Morgunverðarhlaðborð alla morgna í fallegri sólstofu með góðu útsýni og einnig aðrar máltíðir eftir samkomulagi.
Tókum í gagnið árið 2010 tvö ný sumarhús með gistiplássi fyrir allt að 10 manns í rúmum í hvoru húsi. Húsið skiptist í 5 svefnherbergi hvert með tveimur rúmum, stofa og eldhús eru í opnu rými og út frá stofunni liggja svalir. Tilvalið fyrir fjölskylduna og smærri hópa.
Rólegt umhverfi og falleg náttúra í 2ja klukkustunda fjarlægð frá Reykjavík. Góð aðstaða fyrir fjölskyldur og möguleikar á að hitta dýrin í sveitinni. Merktar gönguleiðir og stutt í Þórsmörk.
Við erum staðsett við veg númer 248, 9 km frá þjóðvegi 1 og 130 km frá Reykjavík. Héðan er stutt í Þórsmörk, einungis 20 km auk margra áhugaverðra annarra staða í næsta nágrenni svo sem Seljalandsfoss, Vestmannaeyjar, Fljótshlíð og Skógar.
Vinsamlegast hafið samband vegna verðlista og bókana.