Gistiheimilið Stöð
Húsið býður upp á fullt af möguleikum fyrir íslenska ferðamenn (og erlenda). Húsið væri ákjósanlegt fyrir t.d. námskeið, ættarmót, brúðkaup, vinnustaðapartý og svo mætti lengi telja. Húsið stendur við sjávarsíðuna í Grundarfirði þar sem Kirkjufellið blasir við. Alls er gistipláss fyrir 52 manns. Opið og bjart sameiginlegt eldhús er hentugt fyrir samkomur og með útsýni yfir Kirkjufell, auk þess er stór garður og kolagrill. Veitingastaðurinn Bjargarsteinn er hinu megin við götuna og því stutt að rölta yfir til að gera vel við sig.