Staðarkirkja
Um 8 km vestur frá Reykhólum á Reykjanesi í Austur-Barðastrandarsýslu er kirkjustaðurinn Staður. Þar var á árum áður stórbýli og Ólafskirkja í kaþólskum sið. Prestssetur var á Stað fram til 1948 en var þá flutt að Reykhólum, þar sem áður hafði verið útkirkja frá Stað. Staðarkirkja var reist árið 1864 af Daníel Hjaltasyni gullsmið, hreppstjóra og bónda.
Húsið er opið gestum á eigin ábyrgð daglega 8-18. Vinsamlegast gangið vel um