Fara í efni

Sportbarinn Ölver

Sportbarinn Ölver í Glæsibæ er elsta krá landsins og hefur verið starfrækt síðan 1984. Staðurinn hefur alls 5 mismunandi sali sem henta til ýmissa viðburða. Alls eru 5 breiðtjöld og 20 sjónvörp og hægt er að sýna allt að 9 mismunandi íþróttaviðburði þar af 5 með hljóði.

WEMBLEY

Á Wembley eru þrír salir. Aðalsalurinn tekur um 130 manns og innaf honum eru tveir minni salir. Annar þeirra tekur um 40 manns og er mjög heppilegur fyrir minni samkomur og fundi. Sá þriðji er pool-stofan sem er með þremur pool borðum og pílukastaðstöðu og litlum sal sem tekur um 20 manns í sæti. Wembley opnar alla virka daga kl. 10 á morgnana og er opinn til 1 í miðri viku og til 3 um helgar en þá tekur karaoke við eftir kl. 21. Þar er grillið opið í hádeginu og á kvöldin frá kl. 18-21 og lengur þegar leikir eru í gangi.

ÖLVER

Salurinn Ölver tekur yfir 200 manns. Salurinn er opinn þegar verið er að sýna beint frá stórleikjum. Í salnum hafa verið haldnar allt að 140 manna árshátíðir og mannfagnaðir og nokkuð er um að salurinn sé leigður fyrir fundi og ráðstefnur á virkum dögum.

Hvað er í boði