Sólbrekka Mjóafirði
Ferðaþjónustan Sólbrekku er 42 km frá Egilsstöðum, ekið um veg nr. 953. Í Sólbrekku gistiheimili eru 5 herbergi með samtals 18 rúmstæðum, uppbúið rúm eða svefnpokapláss, sameiginlegt eldhús og setustofa, þrjár snyrtingar m/ sturtum. Frí nettenging er fyrir næturgesti og afnot af þvottavél og þurrkara.
Fyrir framan gistiheimilið eru útibekkir, borð og stólar og leikvöllur er skammt undan. Tjaldsvæðið er á grasfleti fyrir framan og til hliðar við gistiheimilið og möguleiki á rafmagni f/ húsbíla. Einnig er reiðhjólaleiga í Sólbrekku og hægt að leigja reiðhjól heilan dag eða hluta úr degi.
Tvö sumarhús standa neðan við bæinn Brekku. Í hvoru húsi er svefnpláss fyrir 4-5, svefnherbergi með tvíbreiðu rúmi á neðri hæð auk svefnlofts með rými fyrir 2. Á neðri hæð er fullbúinn eldhúskrókur, eldhúsborð, svefnsófi og sófaborð. Húsin leigjast með uppbúnum rúmum og handklæðum. Heitir pottar eru aðgengilegir á veröndinni við bústaði frá júní - september/október. Frí nettenging.
Kaffi og léttar veitingar eru seldar í Sólbrekku frá 10. júní - 20. ágúst.
Merktar gönguleiðir eru í nágrenninu, fallegir fossar og mikil náttúrufegurð.
Opnunartími:
Gisting í smáhýsum er opin allt árið.
Gisting í Sólbrekku gistiheimili er opin 06/06 - 31/08.
Kaffi og veitingasala er opin 10/06 - 20/08.
Til að sjá 360° mynd af Sólbrekku, smellið hér.