Fara í efni

Sögusetur Íslenska hestsins

Sögusetur íslenska hestsins á Hólum í Hjaltadal var stofnsett 2001 og er staðsett í gamla hesthúsinu á Hólum sem byggt var árið 1931 á grunni gamla skólahússins sem brann. Árið 2010 var húsið gert upp og í því opnuð yfirlitssýningin Íslenski hesturinn. Sýningin er byggð upp með leikmyndum, kvikmyndum, myndskeiðum og munum og er sett upp í samvinnu við Byggðasafn Skagfirðinga.


Auk þess er ein sérsýning í Sögusetrinu, Uppruni kostanna, sem er kynning á helstu stofnfeðrum og –mæðrum í íslenskri hrossarækt frá upphafi skipulegra kynbóta fram til dagsins í dag. Sleipnisbikarinn, sem er æðsta viðurkenning sem veitt er í hrossarækt en bikarinn hlýtur sá stóðhestur sem efstur stendur í heiðursverðlaun fyrir afkvæmi á Landsmóti, er geymdur á Sögusetrinu milli Landsmóta og er til sýnis. Bikarinn á sér merkilega og í raun ævintýralega sögu. 

Sumaropnun í júní - ágúst:

Opið alla daga frá 11-17

Vetraropnun: Sögusetur íslenska hestsins er opið fyrir
hópa yfir veturinn samkvæmt pöntunum sem gerðar skulu fyrirfram. Áhugasamir
hafi samband við forstöðumann, Hjördísi Kvaran Einarsdóttur, í síma 8458473 eða
með að senda póst á netfangið sogusetur@sogusetur.is.

Hvað er í boði