Söguferðir ehf.
Söguferðir bjóða uppá skipulagða fræðslu um lönd, borgir, þjóðir og menningu. Megin atriði þessarar starfsemi er að búa til ferðaáætlanir með fólki, en ekki fyrir fólk. Söguferðir eru að hluta tenglaþjónusta sem einstaklingar, félög eða hópar geta leitað til þegar verið er að skipuleggja ferð eða ferðir. Hugmyndin er í meginatriðum þessi:
• að veita fræðslu um ólíka þætti menningar og sögu.
• að aðstoða við að skipuleggja ferð.
• að útvega fararstjóra sem uppfylla ströng skilyrði um þekkingu og
aðra hæfni.