Skálafell gistiheimili
Gistiheimili í stórbrotnu umhverfi undir suðurrótum Vatnajökuls, skammt frá Heinabergsjökli, nær miðja vegu á milli Jökulsárlóns og útvegsbæjarins Hafnar í Hornafirði á Suðaustur-Íslandi. Einstakt landslag, mótað af skriðjöklum og ólgandi jökulám, og suðri sér til sjávar þar sem úthafsaldan fellur á svarta sandströnd. Merktar gönguleiðir í Vatnajökulsþjóðgarði.