Sjónminjasafnið Ósvör
Sjóminjasafnið Ósvör samanstendur af tvöfaldri 19. aldar verbúð, salthúsi, fiskreit og þurrkhjalli.
Á meðal sýningagripa er sexæringurinn Ölver sem gefur góða mynd af þeim skipum sem notuð voru til fiskveiða fyrr á öldum. Í safninu eru einnig til sýnis veiðarfæri og ýmis tæki og tól sem notuð voru við veiðar og fiskverkun fyrr á öldum.
Safnvörður tekur á móti gestum íklæddur skinnklæðum líkum þeim er íslenskir sjómenn klæddust áður fyrr og lýsir því sem fyrir augu ber.
Sumar 2023: 10. júní-20. ágúst, opið alla daga kl. 10-16
Aðrir tímar eftir samkomulagi
Vetraropnun eftir samkomulagi
Gjaldskrá:
Börn 16 ára og yngri………………………………........…...frítt
Fullorðnir……………………………………………………………1.200 kr.
67 ára og eldri………………………………………………… 1.100 kr.