Fara í efni

Tjaldsvæðið á Siglufirði

Tjaldsvæði Siglufjarðar er staðsett í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna. Öll þjónusta, afþreying og söfn eru í 5-10 mínútna göngufæri. Sunnan við snjóflóðavarnagarðinn (Stóra bola) er annað svæði fyrir þá sem kjósa ró og frið og þaðan er stutt á golfvöllinn, í hesthúsabyggð og fuglavarp. Um 10 mínútna gangur er niður í miðbæ frá svæðinu við snjóflóðavarnargarðinn.

VERÐ :

  • Fullorðnir: 1.600 kr.
  • Eldri borgarar og öryrkir: 1.380 kr.
  • Frítt fyrir 16 ára og yngri
  • Rafmagn: 1.400 kr.
  • Þvottavél; 600 kr.
  • Þurrkari: 600 kr.

Gæludýr eru leyfð á svæðinu ef þau eru í taumi og eru ekki með ónæði.
Gott eldhús er í aðstöðuhúsi og 2 sturtur.
Aðgengi fyrir fatlaða

Umsjónarmaður Guðmundur Ingi sími 663-5560
Netfang þjónustuaðila: gistihusjoa@gmail.com

Upplýsingamiðstöð Fjallabyggðar sími: 464-9215


Hvað er í boði