Sundhöllin Seyðisfirði
Sundhöll Seyðisfjarðar þykir einstaklega heillandi. Hún er notaleg innilaug sem byggð var árið 1948. Guðjón Samúelsson, húsameistari ríkisins teiknaði laugina og hefur hún ávallt vakið verðskuldaða athygli gesta. Auk laugarinnar eru tveir heitir pottar og sauna og svo má ganga út í garð og njóta ferska loftsins.
Opnunartímar
September til maí :
- Mánu-, miðviku-, og föstudaga frá klukkan 7:00-10:00 og frá klukkan 16:00-20:00
- Laugardaga frá klukkan 13:00-16:00
- Þriðju-, fimmtu-, og sunnudaga er lokað
Júní til ágúst :
- Mánudaga til föstudaga frá klukkan 7:00-11:00 og 15:00-20:00
- Laugardaga frá klukkan 13:00-16:00
- Sunnudaga lokað