Seltjarnarneslaug
Sundlaug Seltjarnarness er staðsett í Íþróttamiðstöðinni við Suðurströnd. Laugin sjálf er 25 metrar og í framhaldi af henni er rúmgóð barnalaug með hærra hitastigi.
Síðan eru 4 pottar misstórir og með mismunandi hitastigi. Þar fyrir utan er eimbað, stór rennibraut ásamt leiktækjum og mjög rúmgóðri vaðlaug þar sem hægt er að liggja og láta sér líða vel.
Sérstaða sundlaugarinnar er hið steifefnaríka vatn sem notað er beint frá borholu hitaveitu Seltjarnarness. Það er mjög steinefnaríkt og fer vel í viðkvæma húð og exem.
Fyrir opnunartíma sundlaugarinnar er best að skoða vef okkar: http://www.seltjarnarnes.is/thjonusta/ithrottirogtomstundir/sundlaug/