Secret Local Adventures ehf.
Secret local adventures er fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2016 og er staðsett um 5 km. fyrir utan Flúðir. Fyrirtækið er í eigu vinanna Guðmanns (Manna) og Hjálms (Hjalla) sem sjá einnig um að leiðsegja flúðasiglingaferðum okkar.
Við hjá Secret local adventures bjóðum upp á flúðasiglingaferðir (river rafting) niður Hvítá sem gerir viðskiptavinum okkar kleift að upplifa magnaða náttúru sem ekki er hægt að sjá nema á báti og lofum alltaf miklu fjöri. Við ferðumst alltaf í litlum og persónulegum hópum og sérsníðum ferðina að þínum hóp. Hvort sem það sé fjölskylduferð, gæsa/steggja hópur, vinahópar eða skólahópar, höfum við alltaf gaman. Bæði er hægt að fara í ferð yfir daginn en nú bjóðum við einnig upp á miðnæturferðir þar sem hægt er að njóta íslensku sumarnóttanna á einstakan hátt!
Secret local adventures er eitt af mjög fáum vatnasports-fyrirtækjum í heiminum sem fer allar sínar ferðir í þurrgöllum. Þeir virka þannig að ekkert vatn á að komast inn fyrir gallann sem gerir það að verkum að viðskiptavinir okkar komast 90% þurrir uppúr ánni. Einnig halda gallarnir vel hita svo að kuldi skemmi ekki fyrir öllu fjörinu!
Við erum staðsett í hjarta uppsveita Árnessýslu, við enda gullna hringsins og stutt er í alla þjónustu, svo sem veitingastaði, náttúrulaugar og margt fleira skemmtilegt!
Hægt er aðfinna nánari upplýsingar um aar okkar ferðir, búnað og verð á heimasíðu okkar secretlocal.is. Endilega hafðu samband með því að hringja beint í okkur í síma899-0772 (Manni) eða 865-3511 (Hjalli) eða senda tölvupóst á netfangið
secretlocal@secretlocal.is.
Hlökkum til að eiga frábæran dag í Hvítá með þér!