Fara í efni

Gamla laugin - Secret Lagoon

Gamla laugin, náttúrulaug
Gamla laugin er staðsett í Hverahólmanum við Flúðir. Margir fallegir hverir eru við laugina, meðal annars lítill goshver, litli Geysir sem gýs á nokkurra mínútna fresti. Laugin hefur nú verið endurbyggð í upprunalegri mynd og leitast við að halda sérstöðunni. Að baða sig í Gömlu lauginni er einstök upplifun allt árið um kring, hverasvæðið og gufan gefa svæðinu dulúðugan blæ. Hægt er horfa á hverinn gjósa og á veturna dansa norðurljósin gjarnan yfir Gömlu lauginni. Vatnið er 38-40 °C heitt allt árið. Flúðir tengjast hinum svokallaða Gullna hring með nýrri brú yfir Hvítá.

Aðstaða
Nýtt þjónustuhús hefur verið byggt við Gömlu laugina, þar eru sturtur og búningsaðstaða ásamt bar. Mögulegt er að bjóða upp á veitingar fyrir hópa ef óskað er, en það þarf að panta með fyrirvara.

Leigið Gömlu laugina, fáið gott tilboð
Hægt er að leigja staðinn fyrir hópa. Hikið ekki við að hafa samband og fá skemmtilega hugmyndir að heimsókn í Gömlu laugina.

Hvað er í boði