Scandic Mountain Guides
Scandic Mountain Guides er fyrirtæki sem sérhæfir sig í fjallaskíðamennsku. Fyrirtækið er staðsett á bænum Hóli í Ólafsfirði á Tröllaskaga, en Tröllaskaginn er einmitt perla fyrir fjallaskíðamenn og göngufólk. Möguleikarnir sem Tröllaskaginn býður uppá eru endalausir og munu allir geta fundið brekkur við hæfi og upplifað einstaka náttúrufegurð. Scandic Mountain Guides gefur þér forskot á aðra skíðamenn.
Scandic Mountain Guides var stofnað af þeim Jóhanni Hauki Hafstein og Björgvini Björgvinssyn árið 2015. Jóhann og Björgvin eru báðir fyrrum landsliðsmenn í alpagreinum og ólympíufarar fyrir Íslands hönd. Eftir að keppnisferlinum lauk þá hafa þeir félagar snúið sér að fjalla- og þyrluskíðamennsku.. Þeir Jóhann og Björgvin reka einnig þyrluskíða fyrirtækið Viking Helisking við góðan orðstír.
Scandic Mountain Guides hefur í samstarfi við Viking Heliskiing sett saman gríðarlega öflugan hóp af starfsfólki á öllum sviðum til að tryggja að dvöl gesta verði sem best og að þeir njóti verunnar með okkur í víðara samhengi en bara á skíðum. Leiðsögumenn okkar eru allt frá ólympíuförum með mikla kunnáttu á tækni til fjallaskíðunar og munu aðstoða okkar gesti sé þess óskað, til leiðsögumanna með UIAGM/IFMGA fjallaleiðsögu réttindi og 35 ára reynslu. Okkar leiðsögumenn gjör þekkja Tröllaskagan og munu ávalt velja bestu brekkurnar fyrir okkar gesti út frá þeirra hagsmunum, áhuga og líkamlegri getu, en fyrst og fremst með öryggi þeirra í fyrirrúmi.
Tröllaskaginn er þekktur fyrir sín fjölmörgu og háu fjöll sem bjóða upp á þúsundir valmöguleika þegar kemur að fjallaskíðun. Verandi umkringdur Norður Atlantshafinu gerir útsýnið einstakt og möguleikan á að skíða frá toppi niður í fjöru að einstakri upplifun sem fæstir vilja missa af. Samstarfið við Viking Heliskiing gerir það að verkum að okkar gestir hafa val um að fá aðstoð frá þyrlu til að ná til svæða sem annars væru utan seilingar. Það er fátt betra en að láta þyrlu skutla sér á topp fjalls og byrja á því að skíða niður áður en þú hefur gönguna upp næsta fjall til að skíða aðra ótrúlega brekku. Þyrlan getur síðan sótt hópinn í lok dags og jafnvel skilið hann eftir á toppi fjallsins fyrir ofan Hól þar sem hópurinn gistir, og hópurinn skíðar alveg niður að Hóli. Hvernig hópurinn eyðir restinni af deginum er undir honum komið en valmögueikarnir á annari afþreyingu eru gríðarlegir. Nefndu það og við gerum allt til þess að þú fáir að upplifa það sem þú villt.
Endilega hafið samband og saman munum við skipuleggja frábæra daga sem gleymast aldrei.