Skíðasvæðið Tindastóli
Skíðasvæðið í Tindastóli hentar sérlega vel fyrir alla fjölskylduna. Þar er að finna tvær lyftur ásamt töfrateppi. Neðri lyfta fer í 900 metra hæð (440 metra yfir sjávarmáli) og eru 2 brautir norðan og vestan megin. Efri lyftan byrjar þar sem fyrri endar, er 1045 metrar á hæð og fer alveg upp á topp Tindastóls þar sem lofhæðin er 903 metrar yfir sjávarmáli og útsýnið einstakt. Stökkpallar og brautir eru fyrir snjóbrettafólk í Tindastóli. Töfrateppið er frábært fyrir byrjendur og lengra komna og er braut í kringum það líka. Göngubraut er troðin alla daga sem opið er á svæðinu. Troðinn er 4-7 km hringur í fjölbreyttu landslagi, en einnig er hægt að fara styttri hring á tiltölulega sléttu svæði. Nokkrar leiðir eru einnig fyrir snjóþotur og slöngur.
Hægt er að leigja allan skíðabúnað í Tindastóli.